Menningarráð Austurlands

Menningarráð Austurlands úthlutar fjármagni til menningarverkefna á Austurlandi samkvæmt samningi ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál.

Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Austurlands á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðunni www.menningarrad.is. Þar er einnig að finna stefnu sveitarfélaga á Austurlandi í menningarmálum, úthlutunarreglur og ýmsar aðrar upplýsingar fyrir umsækjendur.

Allar nánari upplýsingar veitir Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi hjá Gunnarsstofnun, í síma 471-3230, 860-2983 eða með tölvupósti menning(hjá)menningarrad.is

Umsóknir skal senda, í tölvupósti og í átta eintökum í ábyrgðarpósti, til Menningarráðs Austurlands, pósthólf 123, 700 Egilsstaðir og menning(hjá)menningarrad.is.