ERASMUS+ 2014-2020
Upplýsingar um nýja áætlun

 


Comenius bæklingur

Upplýsingar um Menntáætlun ESB á vef Framkvæmdastjórnarinnar
Upplýsingar á vef EACEA


 


 

 

 

 

 

Hverjir geta tekið þátt?

Leik-, grunn- og framhaldsskólar og flestir þeirra er að skólamenntun koma; stjórnendur, kennarar, nemendur, starfsmenn skóla, skólayfirvöld, foreldrasamtök, sveitarfélög og fleiri. Nánari upplýsingar má finna hér: http://ec.europa.eu/education/comenius/doc1988_en.htm

Útlistun fyrir hvern þátt Comenuisar:

Hvað styrkir Comenius?

Evrópskt skólasamstarf á leik- grunn- og framhaldsskólastigi

Samstarfið byggir á þátttöku minnst þriggja Evrópulanda. Verkefni geta snúist um hvaða námsgrein sem er, til dæmis stærðfræði, leikfimi, landafræði og lífsleikni. Skólaverkefni eru styrkt til tveggja ára og fer styrkupphæð eftir fjölda ferða kennara og nemenda á því tímabili. Dæmi um verkefni eru á stikunni til vinstri.

Undirbúningsheimsóknir og þátttaka í tengslaráðstefnum til að koma skólaverkefnum á fót

Listi yfir ráðstefnur sem eru til boða eru á stikunni til vinstri undir > Skólasamstarf > Undirbúningsheimsóknir og tengslaráðstefnur.

Gagnkvæm nemendaskipti

Samstarfsverkefni tveggja landa, með minnst tíu nemendur í hóp, 12 ára og eldri. Ferðir eiga að vara í minnst tíu daga. Allar námsgreinar geta átt við.

Endurmenntun kennara

Styrkir eru veittir til að sækja námskeið í sínu fagi til Evrópu í 1–4 vikur. Á þessari slóð er hægt að leita eftir námskeiðum.

Evrópskir aðstoðarkennarar

Verðandi kennarar fá styrki til að aðstoða við kennslu víðs vegar í Evrópu í 3–8 mánuði. Skemmtileg og gagnleg aðstoð. Einnig geta íslenskir skólar sótt um að fá erlenda aðstoðarkennara.

Þróun námskeiða og námsefnisgerðar

Þróunin er fyrir öll skólastig. Samstarfsverkefni eru á milli að minnsta kosti þriggja landa. Umsóknir berist beint til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.

Styttri námsþjálfun

Stendur til boða fyrir kennaranema í evrópsku samstarfi minnst þriggja kennaraháskóla frá þremur þátttökulöndum.

Svæðasamstarf (Comenius Regio)

Tvíhliða samstarf landa sem leiðir saman skóla og sveitarfélög/stjórnvöld. Stefnt er að því að bæta framboð menntunar til ungs fólks í bæjum og héruðum með þátttöku í svæðasamstarfsverkefnum.

Nemendaskipti

Einstaklingsstyrkir eru veittir til lengri dvalar framhaldsskólanema í skólum í Evrópu frá þremur mánuðum til eins skólaárs. Skólar sækja um styrki fyrir hönd sinna nemenda.

Comenius net

Tengja saman aðila sem hafa unnið að Comenius verkefnum í ákveðnum málaflokkum/þemum. Umsóknir berist beint til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.
 

Þátttökulönd í Comenius eru 31 talsins

Evrópusambandslöndin:

Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.

EES-löndin:

Ísland, Liechtenstein og Noregur
Einnig Tyrkland

Allar nánari upplýsingar um þátttöku í Comenius er að finna á heimasíðu Framkvæmdastjórnar ESB.