Upplýsingastofa um nám erlendis

Vegna framkvæmda í Tæknigarði þar sem Upplýsingastofa um nám erlendis er til húsa, er ekki um fasta opnunartíma að ræða tímabundið – heldur er reynt að greiða úr fyrirspurnum gegnum síma eða tölvupóst. Einnig er hægt að panta tíma í ráðgjöf með því að hafa samband við Sigríði Ásgeirsdóttur (sigridur.asgeirsdottir@rannis.is). Þeir sem eru að leita að upplýsingum eru því beðnir að hringja í síma 515 5800 eða senda fyrirspurnir í gegnum tölvupóst á netfangið upplysingastofa@rannis.is

Nokkrir flýtitenglar:

Nám á eigin vegum
Skiptinám
Próf (toefl o.fl.)  
Handbók um styrki

Fréttir og tilkynningar

Watanabe Trust Fund – Styrkir til náms í Japan 2015-2016

Watanabe Trust auglýsir styrki til náms eða rannsókna sem eru hluti af námi í Japan. Umsóknarfrestur er 15. janúar 2015. Styrkþegar skulu stunda japönskunám við Háskóla Íslands sem stunda vilja nám tímabundið í Japan. Frekari upplýsingar eru á http://www.sjodir.hi.is/watanabe_trust_fund. Einnig má hafa samband við Hafliða Sævarsson, í síma 525-5264 eða með að senda tölvupóst á haflidis@hi.is.

Styrkri frá utanríksráðherra

Utanríkisráðherra auglýstir allt að fjóra styrki til ritunar meistaraprófsritgerða á málefnasviði ráðuneytisins um eitt eftirtalinna efna:

a.       Greining á markaðstækifærum í Brasilíu

b.      Greining á vöruflutningi um hefnir ESB

c.       Innviðir á norðurslóðum

d.      Viðskiptatækifæri Íslands á norðurslóðum.

Miðað er við að lokaverkefni í meistaranámi að lágmarki 30 ECTS einingar. Verkefnin skulu unnin haustið 2014 eða vorið 2015.

Hver styrkur er að upphæð 250.000 og verður hann greiddur í tvennu lagi, 125.000 þegar þriðjungi vinnunnar er lokið að mati leiðbeinanda og 125.000 þegar verkefni er lokið og því skilað.

Í umsókn skal eftirfarandi koma fram:

1.      Nafn heimilisfang og tölvupóstfang umsækjanda

2.      Lýsing á inntaki rannsóknarinnar og á hvern hátt hún er fallin til að varpa ljósi á umfjöllunarefnið (200-250 orð)

3.      Tímaáætlun um framvindu, sbr. áðurnefnd tímamörk.

Umsóknarfrestur er til og með 1. október nk. Umsókn skal senda á netfangið postur@utn.is. Henni skal fylgja ferilskrá umsækjanda og samþykki leiðbeinanda fyrir ritgerðinni sem lokaverkefni.

Umsóknir verða metnar af velnefnd sem ráðherra skipar. Gerður verður samningur um framvindu og verklok við þá sem fyrir valinu verða. Gert er ráð fyrir að styrkveitandi fái kynningu á niðurstöðum auk prentaðs eintaks af rannsókninni. 

Chevening námsstyrkir til Bretlands

Hægt er að sækja um styrki frá bresku ríkisstjórninni til mastersnáms í breskum háskólum sem geta numið allt að 10.000 GBP vegna náms sem hefst haustið 2015.  

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2014.  Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisinswww.chevening.org/iceland

Styrkir til háskólanáms og rannsóknarstarfa í Þýskalandi

Styrkir frá þýskum stjórnvöldum til framhaldsnáms og rannsókna

Þýsk stjórnvöld hafa auglýst styrki til framhaldsnáms og rannsókna í Þýskalandi skólaárið 2015-2016. Um er að ræða:

·         átta vikna stíft þýskunám (sumarnám eða nám samhliða öðru námi) fyrir þá sem hyggjast leggja stund á annað nám sem fer fram á þýsku.

·         styrkir til námsheimsókna til Þýskalands

·         styrkir til starfsnáms í raunvísindum, verkfræði, landbúnaðarvísindum og skógrækt

·         styrkir til náms í öllum vísindagreinum

·         styrkir til listnáms (í myndlist, tónlist, leiklist og öðrum listgreinum) og náms í arkitektúr

·         rannsóknastyrkir fyrir doktorsnema og ný-doktora

·         sérstakir styrkir ætlaðir fyrrum styrkþegum.

Í öllum tilfellum nema því fyrstnefnda er sótt um rafrænt á vef  DAAD. Athugið að frestur er misjafn eftir styrkjaflokkum og að kerfinu er lokað fyrir hvern þeirra þegar hann er liðinn. Með því að velja Ísland í dálknum til vinstri sést hvaða styrkir eru í boði.

Hvað varðar styrki til tungumálanáms skal skriflegum umsóknum skilað til Upplýsingastofu um nám erlendis, Rannís, Dunhaga 5, 107 Reykjavík (Dóra eða Sigríður taka við þeim) fyrir 19. desember 2014 kl. 12.00. Umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini (bachelorprófs) eða yfirlit frá háskóla um að viðkomandi sé í námi sem hann muni ljúka áður en gert er ráð fyrir að þýskunámið hefjist. Einnig skal fylgja bréf (á ensku eða þýsku) þar sem væntanlegur námsmaður útskýrir fyrirætlanir sínar, hvað nám hann hyggst stunda og við hvað skóla. Frekari upplýsingar eru hér.

Í öllum öðru tilfellum skal skila umbeðnum fylgigögnum og útprentaðri umsókn úr rafræna kerfinu til Rannís eigi síðar en 3 virkum dögum eftir að umsókn hefur verið skilað rafrænt.

Athugið sérstaklega:

Íslendingar keppa við allar aðrar norðurlandsþjóðirnar um styrki til meistaranáms og við allar aðrar þjóðir um styrki til doktorsnáms eða post-doktor rannsókna. Einkunn úr fyrra námi er fyrst og fremst notuð til að velja styrkþegar en þó er tekið tillit til „motivation“ bréfs viðkomandi. Góð þýskukunnátta er ekki skilyrði þar eð töluverður hluti framhaldsnáms í Þýskalandi fer fram á ensku og nemendum gefst kostur á þýskunámi jafnhliða öðru námi. Þýsku styrkirnir eru óvenju háir og til langs tíma þegar tekið er tillit til þess að skólagjöld eru engin og veittur er sérstakur styrkur til maka og barna.

Marcel Consten hjá Þýska sendiráðinu veit allt um málið (rk-1@reyk.diplo.de) og Jessica Guse sendikennari hjá Háskóla Íslands (jessica@hi.is) veita allar frekari upplýsingar um þessa styrki. 

Dýralæknanám í Rúmeníu

Dýralæknadeildin við Ion Ionescu de la Brad Landbúnaðar- og dýralæknaháskólann í Iasi í Rúmeníu mun bjóða upp á dýralæknanám á ensku á bachelorstigi sem hefst skólaárið 2014-2015. Námið er 360 einingar og er í samræmi við reglulegt ESB númer 55/2013 og veitir því réttindi sem eru viðurkennd um alla Evrópu. Skráningargjald er 50 evrur og skólagjöld eru 4.500 evrur á ári. Deildin er meðlimur í Evrópusamtökunum um dýralæknamenntun (EAEVE). Frekari upplýsingara má finna á http://www.uaiasi.ro/medvet/

Innitökupróf í læknisfræði og tannlæknisfræði í Tékkland

Innitökupróf í læknisfræði og tannlæknisfræði í Palacký háskóla í Tékklandi haldið 9. ágúst.

Inntökupróf í læknisfræði og tannlæknisfræði í Palacký University í Olomouc, Tékklandi verður haldið í Reykjavík laugardaginn 9. ágúst 2014 kl. 10:00. Ekkert er rukkað prófgjald. 2 tíma krossapróf. Niðurstaða strax eftir prófið.

Upplýsingar um prófið gefur Runólfur Oddsson s. 5444333 og 8201071 póstfang: kaldasel@islandia.is

VMU LITHUANIAN STUDIES SCHOLARSHIPS

Vytautas Magnus University (VMU) is offering scholarships for:
 
Lithuanian Language and Culture Summer Course @ VMU (summer course dates: 21 July – 16 August, 2014) Lithuanian Studies (Semester/Academic Year Long Course) @ VMU
 
The special VMU Lithuanian Language Studies scholarship for the Lithuanian Language and Culture Summer Course covers the tuition fee for the summer course and accommodation in the dormitory of VMU during the period of the summer course.
 
The special VMU Lithuanian Language Studies scholarship for the semester/academic year long studies covers the tuition fee for the semester/academic year long course and accommodation in the dormitory of VMU during the study period at VMU.
 
Applicant information: the deadline for submitting applications is June 10, 2014. Application must be sent by email (lithuanian@trt.vdu.lt ), fax (+370 37 327 989) or by post (K. Donelaičio g. 58, LT-44248 Kaunas, Lithuania) to the International Office of VMU by the set deadline. Please find the application form here!
 
 
Contact person for the scholarship
 
Ms Žymantė Jokūbauskautė
 
International Office
 
Vytautas Magnus University
 
E-mail: Z.Jokubauskaite@trt.vdu.lt
 
 
Contact person for the summer course
 
Ms Jurgita Pilypaitytė
 
Faculty of Humanities
 
Vytautas Magnus University
 
E-mail: J.Pilypaityte@hmf.vdu.lt

Styrkir til náms í Japan fyrir árið 2015

Ríkisstjórn og Menntamálaráðuneyti Japans bjóða fram styrki handa íslenskum ríkisborgurum til náms í Japan. Um er að ræða þrjá mismunandi styrki. Styrkirnir fela í sér flugfargjöld báðar leiðir, skólagjöld og mánaðarlegan framfærslustyrk. (Framfærslustyrkur er breytilegur eftir því um hvaða styrk er að ræða.) 
 

1. Styrkur til framhaldsnáms á háskólastigi (rannsóknarnám til meistara- og PhD gr.) 
2. Styrkur til grunnnáms á háskólastigi. 
3. Styrkur til iðntæknináms (að loknum framhaldsskóla). 

Umsækjendur verða að vera að vel á sig komnir, líkamlega og andlega, auk þess að hafa til að bera áhuga á að læra japönsku. Ætlast er til þess að styrkþegar verði komnir til Japans milli 1. og 7. apríl 2015. (Styrkþegar á leið í rannsóknarnám verða að vera komnir til Japans innan tveggja vikna frá því að viðkomandi háskóli hefur kennslu á önninni.) Vinsamlegast athugið að umsækjendur til framhaldsnáms á háskólastigi verða að hafa leitað uppi viðeigandi háskóla í Japan þar sem þeir geta sinnt rannsókn/námi sínu og skrá þá á viðhengisskjal (Attachment form) umsóknarinnar þegar henni er skilað inn til sendiráðsins. 

Umsjón með forvali verður í höndum Sendiráðs Japans á Íslandi. Umsóknir þeirra sem tilnefndir eru í forvali verða svo áframsendar til MEXT í Japan þar sem umsóknir verða endanlega samþykktar. 

Frekari upplýsingar, leiðarvísi með umsókn og eyðublöð má nálgast á heimasíðu sendiráðsins:
 
 
Vinsamlegast lesið vandlega yfir leiðarvísinn fyrir útfyllingu eyðublaðanna. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá: Sendiráði Japans á Íslandi Sími: 510-8600 Fax: 510-8605 Tölvupóstur: japan@rk.mofa.go.jp Heimasíða: http://www.is.emb-japan.go.jp/ 

Útfylltum umsóknum skal skilað inn eigi síðar en mánudaginn 30. júní 2014 til Sendiráðs Japans við Laugaveg 182, 6. hæð, 105 Reykjavík. Ekki verður tekið við umsóknum sem ekki eru fullkláraðar eða sem skilað er inn of seint. Allir umsækjendur sem teljast hæfir verða boðaðir í viðtal, auk skriflegs prófs í japönsku og/eða ensku, við Sendiráð Japans í júlí 2014. 
 

Scholarship for professional dancers, choreographers, actors & circus artists

Eligibility and application:

The scholarship programme supports professional performers from different countries and artistic techniques -
dancers,choreographers, actors (of physical theatre, dance theatre, drama theatre, musical theatre, etc.),
performers of contemporary circus, performing arts instructors and teachers.

Scholarship information and guidelines on how to apply:
http://www.artuniverse.org/news

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr minningarsjóði Dr. Helga Kristbjarnarsonar

Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega vísindamenn til náms og rannsókna á sviði svefnrannsókna og heilbrigðistækni sem tengist svefnrannsóknum.

Umsóknum skal skilað á póstfangið minningarsjodurhk@gmail.com eigi síðar en 30. apríl næstkomandi.

Umsókn skal rúmast á einni A4 síðu þar sem fram kemur lýsing á bakgrunni umsækjanda, markmiðum með námi og rannsóknum ásamt stuttri lýsingu á væntanlegum rannsóknum og hvernig styrkurinn kemur að gagni við þær. Ferilskrá og einkunnir úr háskóla skulu einnig fylgja með. Öll umsóknargögn skulu vera á ensku.

Veittir verða 1-2 styrkir úr sjóðnum, hver að upphæð 500.000 kr.

Frekari upplýsingar veitir Rögnvaldur J. Sæmundsson, formaður stjórnar sjóðsins (minningarsjodurhk@gmail.com).

Tækifæri til að hitta fulltrúa frá bandarískum háskólum 4. apríl

Fulbright stofnunin, í samvinnu við bandaríska sendiráðið, Versló og AMÍS, býður til háskólakynningar föstudaginn 4. apríl frá 14.30-17.30 í húsnæði Verslunarskóla Íslands.

Fjölmargir bandarískir háskólar senda fulltrúa sem kynna sína skóla og svara spurningum nemenda, en jafnframt verður boðið upp á marga fyrirlestra, þar sem m.a. verða gefin góð ráð varðandi gerð háskólaumsókna, farið yfir styrkjamöguleika, námslán og vegabréfsáritanir. Kynningin er bæði fyrir nemendur sem vilja kynna sér grunnháskólanám og framhaldsnám í Bandaríkjunum.

Það kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir, bæði nemendur, foreldrar og starfsfólk skóla, en það þarf að skrá sig fyrirfram.  
Skráning fer fram hér: http://collegedayreykjavik.brownpapertickets.com/

Nánari upplýsingar verða birtar á vefsíðu Fulbright www.fulbright.is og á facebook síðunni Fulbright Commission Iceland.

Hér eru  ýmsir tenglar sem tengjast viðburðinum:
College Day Scandinavia Website: http://collegedayscandinavia.org/
Facebook: https://www.facebook.com/CollegeDayScandinavia
Twitter: https://twitter.com/CDScandinavia14

Athugið að mikilvægt er að skrá sig sem allra fyrst.

Inntökupróf í dýralækninganám í Varsjá

Warsaw University of life sciences, Faculty of Veterinary Medicine.  Varsjá, Póllandi, hefur samþykkt að halda inntökupróf á Íslandi fyrir 1. ágúst 2014 ef næg þátttaka verður. Þetta er 5 ½ árs nám.  Kennt er á ensku.  Stúdentagarðar eru á svæðinu.

Uppl. Í s.  5444333  (Kaldasel ehf) og fs. 8201071  kaldasel@islandia.is    Runólfur Oddsson    

Dýralækna og lyfjafræði nám í Póllandi

Warsaw University of life sciences, Faculty of Veterinary Medicine Mun halda inntökupróf í Osló Noregi 13. apríl 2014.  Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2014.

Þeir sem eru með BSc í efnafræði og líffræði  þurfa ekki að taka inntökupróf. Þetta er 5 ½ ár nám og kennt er á ensku.

Frekari upplýsingar og til að sækja um að taka inntökupróf hafi samband við  Runólfur Oddsson s. 5444333 (Kaldasel ehf) og fs. 8201071 kaldasel@islandia.is

Inntökupróf í tannlækna- og læknadeild Palacký University í Olomouc, Tékklandi

Til stendur að hafa inntökupróf í tannlækna- og læknadeild Palacký University í Olomouc, Tékklandi hér á landi í vor ef næg þátttaka verður. Einnig er mögulegt að taka inntökupróf í Olomouc, Tékklandi.  Tannlæknanámið er viðurkennt 5 ára námn í ESB, Bandaríkjunum og af WHO.  Stefnt er að taka 5-6 Íslendinga. Takmarkaður fjöldi sæta er í boði fyrir útlenduinga (um 30).  Læknanámið er 6 ár.  Olomouc er í austur Tékklandi og íÍbúar eru 110 þúsund.

Frekari  Upplýsingar er hægt að fá hjá 

Runólfi Oddssyni, s.  5444333, fs.  8201071, eða með að senda póst á netfang kaldasel@islandia.is

Styrkir til háskólanáms í Kína skólaárið 2014-2015

Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram 4 styrki handa Íslendingum til náms á grunn- og framhaldsstigi í háskólum í Kína námsárið 2014-2015. 
Upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef China Scholarship Council  þar sem umsækjendur skulu skrá sig inn og fylla út rafræna umsókn: http://www.csc.edu.cn/Laihua/newsdetailen.aspx?cid=66&id=3074. Vinsamlegast athugið að í reitinn "Agency No" á umsóknareyðublaðinu skal setja númerið 3522.

 • Umsóknareyðublöð skal jafnframt prenta út og senda til mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík.
 • Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2014. 

Minningarsjóður Önnu Claessen laCour

Minningarsjóður Önnu Claessen laCour til styrktar íslensku námsfólki sem vill stunda framhaldsnám í Danmörku auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki á árinu 2014.
 Stefnt er að því að styrkveitingar á þessu ári verði í heild jafnvirði um 2 milljóna íslenskra króna, en styrkirnir eru veittir í dönskum krónum þar sem um danskan sjóð er að ræða. Einkum er ætlast til að þeir sem stunda eða hafa stundað nám í Menntaskólanum í Reykjavík njóti styrkjanna, en Anna varð stúdent úr þeim skóla árið 1933 tæplega 18 ára að aldri. 
Ættmenni hennar tengdust einnig MR, m.a. faðir hennar, dr. med. Gunnlaugur Claessen, bæði stúdent þaðan og síðar prófdómari við skólann, en hann hóf fyrstur röntgengreiningar og röntgenlækningar hér á landi, merkilegt brautryðjendastarf sem byrjaði árið 1914 eða fyrir réttum 100 árum. 
Anna hélt mikilli tryggð við MR og skólafélaga sína þaðan alla tíð þrátt fyrir búsetu erlendis mestan hluta ævinnar. Að loknu stúdentsprófi nam hún þýðingarfræði í Kaupmannahöfn og hlaut 1940 löggildingu sem skjalaþýðandi. Hún sérhæfði sig í læknisfræðilegum þýðingum og naut mikils álits, þýddi m.a. á ensku mikinn fjölda doktorsritgerða þ. á m. íslenskra lækna. Safn þeirra er í Þjóðarbókhlöðu. Anna lést árið 1998.
Það var eiginmaður Önnu, Peder David laCour, sem stofnaði minningarsjóðinn og nam stofnféð jafnvirði um 40 milljóna ísl. króna. Aðsetur sjóðsins er í Kaupmannahöfn og eru styrkveitingar úr honum í dönskum krónum. Í sjóðsstjórn sitja Niels Kahlke málflutningsmaður, formaður, Ólafur Egilsson fv. sendiherra og Böðvar Guðmundsson rithöfundur. 
 
Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum er til 1. maí 2014. - Ekki eru sérstök umsóknareyðublöð fyrir styrkumsóknir en eðlilegt að hafa til hliðsjónar venjuleg eyðublöð vegna slíkra styrkja. Lagt er því í mat umsækjenda hvaða upplýsingar og gögn þeir láta fylgja til að vekja traust á umsókn sinni. Þar koma einkum til greina námsferill, prófskírteini, lýsing á náminu sem ætlunin er að stunda og kostnaði við það, staðfesting á skólavist (ef fengin er), meðmæli. – Umsóknir sem vera skulu á dönsku ber að senda í tölvupósti og stíla til formanns sjóðsstjórnarinnar:
 
Anna Claessen la Cour Fond
hr. advokat Niels Kahlke formand
Købmagergade 3 
1150 København K
D a n m a r k 
 
tlf. 33 12 25 50, fax 33 11 23 31
niels@kahlke.dk; heidi@kahlke.dk; - www.kahlke.dk
 

 

Styrkir til háskólanáms í Rússlandi

 • Stjórnvöld í Rússlandi bjóða fram fjóra styrki handa Íslendingum til háskólanáms í málvísindum skólaárið 2014-2015. 
 • Upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á eftirfarandi vefslóð:  http://xn--80abucjiibhv9a.xn--p1ai/%D0%B4%D0%BE%D0%BA%D1%83%D0%BC%D0%B5%D0%BD%D1%82%D1%8B/3883
 • Nánari upplýsingar um styrkina veitir Artem Bogomolov hjá Sendiráði rússneska sambandsríkisins. Netfang hans er reykjavik@mid.ru og sími 551-5156.
 • Umsóknum skal skilað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins í síðasta lagi 18. mars 2014.

 

Styrkir til náms í Kóreu

The KDI School of Public Policy and Management affiliated with Korea Development Institute(KDI), a top think tank in Asia, offers full scholarship to international students every year.  Currently, we are accepting applications for 2014 Korean Government Scholarship Program(NIIED GKS-KGSP) sponsored by the Ministry of Education of Korea. 
Please read below and the attached guideline thoroughly to find out more about the KGSP: 

Offering Programs: Master of Public Policy / Master of Development Policy 


Duration: September, 2014 ~ August, 2017

(First Year: Korean language training, Second and Third Year: Master's degree program) 

Benefits: tuition, monthly stipend, and round-trip airfare
 
Application Deadline: March 28, 2014
 
How to Apply: Please download the attached application guideline for application procedures and requirements.  Applicants should apply via either a designated university or a Korean embassy as indicated in the guideline.
Eligibility:

 • Be citizens of countries designated by the NIIED
 • Hold a Bachelor’s or an equivalent degree as of August 31, 2014 
 • Be under 40 years of age as of September 1, 2014
 • Be in good health, both physically and mentally
 • Not have had enrolled in a university in Korea
 • Have a GPA of at least 2.64/4.0, 2.8/4.3, 2.91/4.5 or grades of 80% or higher from the previously attended institution
 •  Meet the NIIED’s candidate qualification

Furthermore, Fall 2014 Admissions will open from March 28 ~ May 23 (Master's programs only)and eligibility includes (1) hold a Bachelor's degree and (2) be able to communicate in English (not required to submit test results).  Please click the following link for more information: http://admissions.kdischool.ac.kr

Please feel free to share this information with any other potential candidates and enjoy watching our latest video below:

 

Styrkir til náms í Japan

Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum ríkisborgurum til að nema japönsku og japönsk fræði við háskóla í Japan.  Styrkurinn er veittur í allt að eitt ár frá október 2014.

Sendiráð Japans á Íslandi í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið mun sjá um að velja fyrsta úrtak umsækjenda. Lokaákvörðun verður síðan tekin af menntamálaráðuneyti Japans (MEXT). 

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna í fréttatilkynningu frá sendiráði Japans á Íslandi  (ensk útgáfa af fréttinni)

Útfylltum umsóknum skal skila eigi síðar en föstudaginn 7. mars til sendiráðs Japans við Laugaveg 182, 6. hæð, 105 Reykjavík. 

Kynning á bandarískum háskólum

Fulbright stofnunin, í samvinnu við bandaríska sendiráðið, Versló og AMÍS, bjóða til háskólakynningar föstudaginn 4. apríl frá 14:30-17:30 í húsnæði Verslunarskóla Íslands. Fjölmargir bandarískir háskólar senda fulltrúa sem munu kynna sína skóla og svara spurningum nemenda, en jafnframt verður boðið upp á margvíslegar kynningar, m.a. góð ráð varðandi gerð háskólaumsókna, styrkjamöguleika, námslán og vegabréfsáritanir fyrir námsmenn. Kynningin er bæði fyrir nemendur sem vilja kynna sér grunnháskólanám og framhaldsnám í Bandaríkjunum.
 
Það kostar ekkert að koma og allir eru velkomnir, bæði nemendur og starfsfólk skóla. Nánari upplýsingar um skráningu og dagskrá verða sendar síðar.

Varðandi TOEFL próf í vetur

Þeir sem hyggjast taka TOEFL nú á næstunni gæti brugðið við því aðeins má sjá tvær dagsetningar fyrir prófið í Reykjavík. Hins vegar þarf engan að örvænta því prófið verður haldið a.m.k. tvisvar í mánuði hjá Próment fram á vor.

 http://www.ets.org/toefl/ibt/register/centers_dates?WT.ac=toeflhome_centersdates_121127

 

Inntökupróf í læknisfræði í Slóvakíu

Inntökupróf í Jessenius Faculty of Medicine, Martin Slóvakíu verða haldin:

27. maí 2014 í Reykjavík  

29. maí kl. 11:00  á Akureyri í MA.

og

10. júlí 2014  í Reykjavík.

Frekari upplýsingar veitir Runólfur Oddsson, s. 5444333, fs. 8201071, netfang kaldasel@islandia.is

Doktorsnám við EMBL, sameindalíffræðistofnun Evrópu

Til umsóknar er doktorsnám við EMBL, sameindalíffræðistofnun Evrópu.  EMBL býður upp á doktorsnám í sameindalíffræði, lífupplýsingum og skyldum greinum og geta Íslendingar sótt um námsdvöl við stofnunina.  Nemendur sem teknir eru inn í námið fá framfærslustyrk á meðan á námi stendur og er öll aðstaða til fyrirmyndar, m.a. góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk og leikskóli á staðnum.  Stofnunin er í fremstu röð á sínu sviði.  Þeir sem lokið hafa eins til tveggja ára rannsóknatengdu framhaldsnámi (MS eða fjórða árs verkefni) að loknu BS prófi í sameindalíffræði eða skyldum greinum eða í verk-, stærð- og tölvunarfræði, eru hvattir til að kynna sér tilhögun doktorsnáms við EMBL og senda inn umsókn.

 • Umsóknarfrestur er til 18. nóvember en skrá þarf umsóknina fyrir 11. nóvember.  Allar upplýsingar um námið er að finna á vef EMBL.  
 • Einungis er tekið við umsóknum á netinu.  Frekari fyrirspurnir má senda til predocs@embl.de.  Einnig má hafa samband við Katrínu Valgeirsdóttur (katrin@rannis.is) eða Eirík Steingrímsson (eirikurs@hi.is).

GRE® - Graduate Record Examinations® - General Test / Subject Tests

Háskóli Íslands er viðurkenndur af ETS®(Educational Testing Service) sem prófstaður fyrir almenn GRE®-próf (GRE® General Test) og námsgreinamiðuð próf (GRE® Subject Tests). Um er að ræða skrifleg próf (Paper Based Test) og fara þau fram í húsnæði Háskólans u.þ.b. tvisvar á ári.

Skólaárið 2013-2014 eru almenn GRE-próf fyrirhuguð lau. 12. október 2013 og lau. 8. febrúar 2014. Námsgreinapróf er fyrirhugað lau. 28. sept. 2013. Skráning í prófin fer fram í gegnum vefsetur GRE-prófa hjá ETS. 

Skráningarfrestur rennur út u.þ.b. 5 vikum fyrir settan prófdag, en próftökum er bent á að skrá sig tímanlega.

Bent skal á að á prófstað þurfa próftakar að framvísa gildum skilríkjum (vegabréfi eða ökuskírteini). Þeir þurfa einnig að hafa með sér GRE Admission Ticket.

Nánari upplýsingar um GRE-próf og skráningu í þau má fá á vefsetri ETS.

Upplýsingar um Standby testing (skráningu og greiðslu á prófdegi - fyrstur kemur, fyrstur fær) eru á eftirfarandi síðu:
http://www.ets.org/gre/revised_general/register/pbt/accommodations/

TestDaF 13. nóvember 2013

Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF verður haldið í Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands 13. nóvember 2013. Prófið er ætlað þeim, sem ætla að fara í háskólanám í Þýskalandi. Prófið er bæði skriflegt og munnlegt.  Nánari stað- og tímasetning verður auglýst síðar.

Skráning fer fram rafrænt á vef TestDaF Institut: https://www.testdaf.de/gast/testdaf/teilnehmer/
Próftaki fylli vandlega út umsóknareyðublaðið, mjög mikilvægt er að engar upplýsingar vanti.  Ath. að gefa þarf upp vegabréfsnúmer og mæta með vegabréf í prófið. Prófgjaldið er 150 Evrur og er greitt rafrænt við skráningu. Hægt er að greiða með bæði Visa og Master Card.
Skráningarfrestur rennur út 16. október.

Próftakar verða boðaðir í prófið með góðum fyrirvara

Nánari upplýsingar um prófið sjálft er að finna á: www.testdaf.de og í Tungumálamiðstöð hjá Eyjólfi Má Sigurðssyni: ems@hi.is, 525-4593

 

Fulgright styrkir umsóknarfrestur 18. október

Fulbright stofnunin minnir á að umsóknarfrestur til að sækja um Fulbright styrki til framhaldsnáms í Bandaríkjunum, Cobb styrk og Boas styrk rennur út 18. október nk. Allar upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á vefsíðunni www.fulbright.is. Hægt er að óska eftir kynningu á styrkjum og háskólanámi í Bandaríkjunum fyrir hópa (allt að 25-30) mannsnúna í septembermánuði. Slík kynning fer fram í húsnæði Fulbright, Laugavegi 59. Hafa skal samband við adviser@fulbright.is til að panta slíka kynningu.

Upplýsingafundir um að flytja til hinna Norðurlandanna

Halló Norðurlönd og EURES, Evrópsk vinnumiðlun, standa fyrir upplýsingafundum fyrir þá sem hyggja á flutning til hinna Norðurlandanna. Á fundunum mun fulltrúi EURES gefa góð ráð varðandi atvinnuleit á Norðurlöndum. Starfsmaður Halló Norðurlanda fer yfir hagnýt atriði sem gott er að hafa í huga við flutning auk þess sem fulltrúi alþjóðadeildar Ríkisskattstjóra leiðbeinir varðandi skattamál.

Upplýsingafundirnir verða sem hér segir:

 • Mánudaginn 18. mars kl. 18:00: Að flytja til Noregs
 • Miðvikudaginn 20. mars kl. 18:00: Að flytja Svíþjóðar
 • Miðvikudaginn 20. mars kl. 20:30: Að flytja til Danmerkur

Fundirnir eru haldnir í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1 og eru öllum opnir. Þeir henta öllum þeim sem hyggja á vinnu, nám eða búsetu í Danmörku, Noregi eða Svíþjóð. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá sig á námskeiðin. Skráning fer fram hjá Halló Norðurlöndum í síma 511 1808 og 551 0165 og á netfanginu hallo@norden.is.

Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir Alma Sigurðardóttir verkefnisstjóri í síma 511 1808.

Læknisfræði í Slóvakíu - inntökupróf

Inntökupróf í Jessenius Faculty of Medicine fyrir skólaárið 2013/2014 verða í júni í Reykjavík . Nánari upplýsingar Runólfur Oddsson , s. 5444333 , kaldasel@islandia.is

Sumarnám í Kína

Nordic Centre við Fudan háskóla heldur sumarnámskeiðið Introduction to Modern China 8-26 júlí 2013. Námskeiðið veitir ECTS-einingar og fæst metið inn í nám við HÍ, ef forsvarsmaður deildar samþykkir námsáætlun. Námskeiðið er fyrir grunnema, ekki er nauðsynlegt að hafa mikla þekkingu á Kína til þess að taka þátt í námskeiðinu.

Námskeiðið skiptist í tvo hluta, Chinese Economy og Chinese Politics og velja þátttakendur annan hvorn. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en þeir þurfa sjálfir að greiða ferðakostnað, húsnæði og uppihald. Umsóknarfrestur er 22. mars 2013. 

Frekari upplýsingar um námskeiðið og umsóknareyðublað má finna á http://www.hi.is/adalvefur/sumarnam

Tilkynning frá Fulbright stofnuninni

Okkur er mikil ánægja að tilkynna að Evrópa, þ.m.t. Ísland, hefur nú aftur fengið aðgang að „Specialist Program“ Fulbright, en áætluninni var lokað tímabundið sl. vor.

Á vegum áætlunarinnar geta íslenskar stofnanir sótt um að fá bandarískan fræðimann til skemmri dvalar (2-6 vikur), t.d. til aðstoðar við þróunarstarf og/eða til kennslu og fyrirlestrahalds. Vinsamlegast athugið að Ísland fær að hámarki þrjá styrki á ári, en tekið er við umsóknum allt árið um kring. Allar frekari upplýsingar má finna á vesíðu okkar, www.fulbright.is.

Minningarsjóður Önnu Claessen laCour styrkir nám í Danmörku
 
Stofnaður hefur verið Minningarsjóður Önnu Claessen laCour til styrktar íslensku námsfólki sem vill stunda framhaldsnám í Danmörku. Stofnfé sjóðsins er jafnvirði um 40 milljóna ísl. króna og er gert ráð fyrir árlegum styrkveitingum úr honum. Einkum er ætlast til að þeir sem stunda eða hafa stundað nám í Menntaskólanum í Reykjavík njóti styrkjanna, en Anna varð stúdent úr þeim skóla árið 1933 tæpl. 18 ára að aldri.
Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum rennur næst út 1. janúar 2014. Umsóknir ber að stíla til formanns sjóðsstjórnarinnar:

Anna Claessen la Cour Fond
hr. advokat Niels Kahlke formand
Købmagergade 3
1150 København K
D a n m a r k

tlf. 33 12 25 50, fax 33 11 23 31
niels@kahlke.dk - www.kahlke.dk

Inntökupróf í grunnháskólanám til Bandaríkjanna
Inntökupróf fyrir þá sem vilja fara í grunnháskólanám til Bandaríkjanna verða haldin á næstu vikum. ACT prófið fer fram hjá Kvennaskólanum  í  Reykjavík þann 8. des 2012 og hjá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þann 9. febrúar 2013. Verzlunarskóli Íslands heldur SAT prófið á Íslandi þann 4. maí 2013. Nánari upplýsingar.

Fjarnám án endurgjalds  
Fjarnám frá nokkrum betri háskólum heims, án endurgjalds. Um að gera að kynna sér þetta. 

Læknisfræði í Slóvakíu
Comenius háskólinn í Bratislava í Slóvakíu mun bjóða íslenskum stúdentum upp á inntökupróf í læknisfræði. Inntökuprófið verður haldið þann 29. ágúst í Reykjavík. Upplýsingar um skráningu í prófið er að finna á vefsíðu skólans: http://www.jfmed.uniba.sk/index.php?id=1737 Hafa skal samband við ræðismann Slóvakíu hér á landi Hr. Runólf Oddsson varðandi umsókn í inntökuprófið, sjá hérna:  http://www.utanrikisraduneyti.is/verkefni/sendi-og-raedisskrifstofur/erlendar/nr/480     

LINGO málamiðlun
Lingo málamiðlun er ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki sem býður lausnir sem auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum að taka þátt í alþjóðasamfélaginu; námskeið á sviði tungumála og menningarlæsis, auk náms á háskólastigi við alþjóðlega fagskóla. Nánari upplýsingar er að finna á síðu LINGO málamiðlun

KILROY education
Kilroy education er ókeypis ráðgjafarþjónusta fyrir ungt fólk og námsmenn sem vilja mennta sig erlendis. KILROY getur hjálpað þér að sækja um nám erlendis og gefur þér upplýsingar um ýmsa möguleika á háskólum sem henta þér víðsvegar um heiminn. KILROY er í samstarfi við ákveðna háskóla í Kína (Hong Kong), Japan, Singapúr, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Englandi, Kanada og Bandaríkjunum.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu KILROY education

MEXT Styrkir til grunn- og framhaldsnáms og iðntæknináms í Japan 2013
Vakin er athygli á að umsóknarfrestur um styrki til háskólanáms í Japan 2013 er 28. júní 2012. Nánari upplýsingar er að finna í Handbók um styrki.

Toelf og Gre prófskráning 
Margir hafa átt í erfiðleikum með að skrá sig í þessi próf, einkanlega þegar kemur að því að borga með kreditkorti. Stundum virkar að prófa aðra tölvu eða að nota annað kort (heyrst hefur að Masterkort gangi best). Oft er farið fram á vottunarnúmer á Visa-kortum, þá þarf að hringja í Valitor og fá það númer uppgefið (fjögurra stafa númer). En ef ekki gengur að klára skráninguna í gegnum netið er hægt að hringja á hollenska skráningarskrifstofu í síma 00 31 - 320 239 540 og skrá sig í gegnum símann.

Evróvísir upplýsir um tækifæri ungs fólks
Ef þig langar t.d. að læra hárgreiðslu eða blómaskreytingar í öðru landi, læra nýtt tungumál, fara í sjálfboðavinnu, eða vinna í öðru landi í sumarfríinu þínu þá getur þú haft samband við Evróvísi á Íslandi. Þar getur þú fengið svar við þínum spurningum. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.